Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun tóku gildi í byrjun árs 2016. ÁTVR hefur hafið vinnu við að innleiða þau í ferla fyrirtækisins. Þetta eru víðtækustu markmið sem ríki heims hafa komið sér saman um og stefnt er að því að tryggja velmegun og mannréttindi um allan heim fyrir árið 2030.

Aðal áherslan hjá ÁTVR er að vinna í átta heimsmarkmiðum en þau falla vel að áherslum fyrirtækisins. Heilsa og vellíðan (#3) en þar koma lýðheilsusjónarmið við sögu, ábyrg neysla og framleiðsla (#12), aðgerðir í loftslagsmálum (#13), jafnrétti kynjanna (#5 ), hreint vatn og salernisaðstaða (#6), líf í vatni (#14), líf á landi (#15), samvinna um markmiðin (#17) og vinna í aðfangakeðjunni kemur sterk inn í restina af markmiðunum.

ÁTVR ætlar að segja góðar fréttir árið 2030.

Hægt er að smella á aðgerðirnar til að sjá nánari upplýsingar.