Heimsmarkmiðin
Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun tóku gildi í byrjun árs 2016. ÁTVR hefur hafið vinnu við að innleiða þau í ferla fyrirtækisins. Þetta eru víðtækustu markmið sem ríki heims hafa komið sér saman um og stefnt er að því að tryggja velmegun og mannréttindi um allan heim fyrir árið 2030.
Aðal áherslan hjá ÁTVR er að vinna í átta heimsmarkmiðum en þau falla vel að áherslum fyrirtækisins. Heilsa og vellíðan (#3) en þar koma lýðheilsusjónarmið við sögu, ábyrg neysla og framleiðsla (#12), aðgerðir í loftslagsmálum (#13), jafnrétti kynjanna (#5 ), hreint vatn og salernisaðstaða (#6), líf í vatni (#14), líf á landi (#15), samvinna um markmiðin (#17) og vinna í aðfangakeðjunni kemur sterk inn í restina af markmiðunum.
ÁTVR ætlar að segja góðar fréttir árið 2030.
Hægt er að smella á aðgerðirnar til að sjá nánari upplýsingar.
- Líkamsræktarstyrkir
- Boðið upp á fyrirlestra um heilsu og vellíðan
- Heilsueflandi aðgerðir til að lágmarka fjarvistir
- Verkefnið góð heilsa allt árið. Boðið upp á árlega heilsufarsmælingu fyrir allt starfsfólk
- ÁTVR framfylgir stefnu stjórnvalda um bætta lýðheilsu og samfélagslega ábyrgð í áfengis- og tóbaksmálum í sátt við samfélagið (3.5 og 3.a)
- Samgöngusamningar, 47% starfsfólks yfir sumarið og 43% yfir veturinn
- Þátttaka í Lífshlaupinu, Hjólað í vinnuna og WOWcyclothon
- Greitt í Pokasjóð, 39,4 milljónir
- Árangursmælingar. Skorkort Vínbúðanna og fleiri skorkort
- Margnota burðarpokar
- ÁTVR hefur styrkt og starfað með aðilum sem sinna ýmsum mannúðar- og forvarnarmálum
- Matjurtagarður - sjálfbærniverkefni starfsfólks
- Hátt hlutfall rafrænna reikninga, 94% viðskiptavina m.v. veltu.
- Skilríkjaeftirlit í Vínbúðum.
- Lífsferilsgreining á vörusafni
- Ársskýrsla samkvæmt sjálfbærniviðmiðum Global Reporting Initiative (GRI)
- Óútskýrð rýrnun 0,04%.
- 98% endurvinnsluhlutfall á úrgangi árið 2030. Endurvinnsluhlutfall 92%
- Leggja áherslu á umbúðir vöru. Sjálfbært efnisval og endurvinnsla í Vínbúðum. Skoða úrval af fylgihlutum og áhrifum þeirra á umhverfið.
- Allur pappír vistvænt vottaður og krafist er vistvænt vottaðra aðfanga frá birgjum.
- Vistvæn innkaup og grænt bókhald opinbera aðila
- Uppfyllt fimm Græn skref í ríkisrekstri og eftirfylgni fyrir höfðustöðvar og í öllum 51 Vínbúðum
- Lífsferilsgreining á vörusafni til að finna mestu umhverfisáhrifin og minnka sótspor í aðfangakeðjunni.
- Kolefnisjöfnun hjá Kolviði og Votlendissjóði. Jákvætt sótspor
- Loftslagsmarkmið til 2030, 40% samdráttur á CO2 og 98% endurvinnsluhlutfall á úrgangi. Endurvinnsluhlutfall 92%
- Beina sjónum að orkunotkun og framkvæmd endurnýjanlegrar orku í öllu framleiðsluferlinu og leggja áherslu á sjálfbærar ræktunaraðferðir t.d. binding kolefnis. Leggja áherslu á á orkusparnað og að draga úr CO2 losun
- Tilnefning til loftslagsverðlauna Reykjavíkurborgar og Festu
- Lokaverkefni um sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð með erlendum og innlendum mastersnemum
- Ársskýrsla samkvæmt viðmiðum Global Reporting Initiative (GRI)
- Global Compact og siðareglur Amfori (BSCI)
- Vinnum að umhverfismálum með áfengiseinkasölum á Norðurlöndum
- Styrkja mismunandi samstarf til að ná markmiðum með alþjóðlegri og innlendri samvinnu: Norræn samvinna, alþjóðleg samtök sem og samtök innan iðnaðarins (t.d. OIV (International Organisation of Vine and Wine), vottunaraðilar og frjáls félagasamtök.